Leikfangadagar í Fjarðabásum!
Dagana 17. - 28. apríl verða leikfangadagar hjá okkur. Þá getur þú komið með heil og hrein leikföng þér að kostnaðarlausu, við seljum þau og tökum 20% þóknun af seldum vörum. Hægt er að koma með leikföng hvenær sem er á opnunartíma en best er að koma á þriðjudögum milli 16:30 og 18:30, þá er gengið inn að utan.