Verðskrá



Skilmálar
Bókanir
Hægt er að bóka bás á heimasíðu okkar, www.fjardabasar.is
Við erum með tvær tegundir af básum: Blandaður bás og fullorðins bás.
Afbókanir
Þegar þú bókar bás hjá Fjarðabásum getur þú afbókað básinn þinn með 14 daga fyrirvara. Ef þú vilt nýta þér þann rétt getur þú komið við í búðinni eða sent okkur skilaboð á facebook/instagram eða tölvupóst á fjardabasar@gmail.com.
Það er aðeins hægt að fá endurgreitt ef afbókað er með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara. Miðað er við fyrsta dag leigutímabils. Það má áframselja básaleiguna og þú getur t.d. notað „Fjarðabásar - til sölu’’ hópinn á facebook til þess.
Þóknun
Þóknun (20%) er dregin frá heildar sölu áður en söluhagnaðurinn (80%) er greiddur til básaleigjanda. Millifært er á bankareikning sem skráður er í kerfinu.
Söluhagnaður er greiddur út með millifærslu á mánudeginum eftir að básaleigu lýkur.
*ATH! Við greiðum EKKI söluhagnað fyrr en búið er að tæma básinn/sækja fötin/láta vita að við eigum að eiga*
Þjófnaður
Fjarðabásar bera ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Fjarðabásar ekki bótaskyld. Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/vatnsskaða eða þjófnað - hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.
Í upphafi leigutímabils
Leigjandi sér um að verðmerkja vörur sínar og ber ábyrgð á að verð séu rétt. Þú getur komið og sett básinn þinn upp á klukkan 17:00-19:00 á mánudeginum áður en leigutímabilið þitt hefst.
Ef enginn kemur eða ekkert heyrist frá básaleigjanda eftir fyrsta dag umsaminnar leigu, áskiljum við okkur rétt til að leigja básinn aftur.
Óheimilt er að setja einhvers konar festingar á básinn.
Ef vörur eru settar fyrir utan básinn, verða þær fjarlægðar án viðvörunar.
Við erum með herðatré: Fullorðins, barna og buxna. Körfur/kassa, perlur..
Í lok leigutímabils
Básaleigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn þegar leigutímabili lýkur nema samið sé um annað fyrirfram.
Þegar básaleigu lýkur skal leigjandi vera búinn að taka niður básinn ekki seinna en 10 mín eftir lokun á síðasta degi leigu. Ekki seinna en klukkan 15:10 á laugardegi.
Ef leigjandi sér ekki fram á að komast bjóðum við upp á þjónustu við að taka bás niður gegn gjaldi (1.500 kr).
Ef básinn er ekki tæmdur á tilteknum tíma við lok leigutímabils og ekkert samkomulag verið gert í sambandi við niðurtekt á bás tökum við niður básinn og rukkum fyrir það afgreiðslugjald, 3000 kr.
Fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur er rukkað aukalega um 1000 kr. Hafi vörurnar þínar verið í geymslu hjá okkur í eina viku og við ekkert heyrt frá þér, áskilur Fjarðabásar sér rétt til þess að fara með vörurnar þínar í fatagáma Rauða krossins.
Hafi verðmiði dottið af vöru og við finnum hana ekki í kerfinu okkar eða ef vara hefur orðið eftir í verslun eftir að leigutíma lýkur, fara þær í óskilamunapláss og er hægt að vitja þeirra þar. Við getum ekki geymt vöru sem hefur gleymst/glatast lengur en í 14 daga. Eftir 14 daga teljast vörurnar eign Fjarðabása.
Vöruskilmálar og eignaréttur
Básaleigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn þegar leigutímabili lýkur nema samið sé um annað fyrirfram.
Þegar básaleigu lýkur skal leigjandi vera búinn að taka niður básinn ekki seinna en 10 mín eftir lokun á síðasta degi leigu. Ekki seinna en klukkan 15:10 á laugardegi.
Ef leigjandi sér ekki fram á að komast bjóðum við upp á þjónustu við að taka bás niður gegn gjaldi (1.500 kr).
Ef básinn er ekki tæmdur á tilteknum tíma við lok leigutímabils og ekkert samkomulag verið gert í sambandi við niðurtekt á bás tökum við niður básinn og rukkum fyrir það afgreiðslugjald, 3000 kr.
Fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur er rukkað aukalega um 1000 kr. Hafi vörurnar þínar verið í geymslu hjá okkur í eina viku og við ekkert heyrt frá þér, áskilur Fjarðabásar sér rétt til þess að fara með vörurnar þínar í fatagáma Rauða krossins.
Hafi verðmiði dottið af vöru og við finnum hana ekki í kerfinu okkar eða ef vara hefur orðið eftir í verslun eftir að leigutíma lýkur, fara þær í óskilamunapláss og er hægt að vitja þeirra þar. Við getum ekki geymt vöru sem hefur gleymst/glatast lengur en í 14 daga. Eftir 14 daga teljast vörurnar eign Fjarðabása.
Persónuvernd
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra gagna sem okkur er treyst fyrir og við skiljum og virðum mikilvægi einkalífs á netinu. Við munum ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé til að framkvæma ákveðin viðskipti.
Fjarðabásar mun ekki selja nafn viðskiptavina sinna, netfang, kreditkortaupplýsingar eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykkis viðskiptavins.