Skilmálar

Básaleiga

Skilmálar

Bókanir

Hægt er að bóka bás á heimasíðu okkar, www.fjardabasar.is í gegnum bókunarkerfið hjá Zellr. 

Við erum með þrjár tegundir af básum: Barnafatabásar, Fullorðinsfatabásar, blandaðir básar.

Afbókanir

Þegar þú bókar bás hjá Fjarðabásum getur þú afbókað básinn þinn með 14  daga fyrirvara. Ef þú vilt nýta þér þann rétt getur þú komið við í búðinni eða sent okkur skilaboð á facebook/instagram eða tölvupóst á fjardabasar@gmail.com. 

Það er aðeins hægt að fá endurgreitt ef afbókað er með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara. Miðað er við fyrsta dag leigutímabils. Það má áframselja básaleiguna og þú getur t.d. notað „Fjarðabásar - til sölu’’ hópinn á facebook til þess.

Verð

Þú getur skoðað verð á þjónustunni okkar í verðskrá.

Það er lokað á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum og reiknast þeir dagar ekki með í heildar dögum leigutímabils.

Ef fyrirtæki leigir bás ber viðkomandi fyrirtæki ábyrgð á að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Aðeins má selja VSK skyldar vörur í sérstökum netverslunarbásum.

Þóknun

Þóknun (15%) er dregin frá heildar sölu áður en söluhagnaðurinn (85%) er greiddur til básaleigjanda. 

Millifært verður á reikning sem skráður er í kerfinu hjá okkur. Allur söluhagnaður er greiddur út með millifærslu, ekki er hægt að fá hann greiddan í reiðufé.

Þjófnaður

Fjarðabásar bera ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Fjarðabásar ekki bótaskyld.Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/vatnsskaða eða þjófnað - hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.

Í upphafi leigutímabils

Leigjandi sér um að verðmerkja vörur sínar og ber ábyrgð á að verð séu rétt. Þú getur komið og sett básinn þinn upp frá klukkan 16:30 til klukkan 18:00 á miðvikudeginum áður en leigutímabilið þitt hefst.

Ef enginn kemur eða ekkert heyrist frá básaleigjanda eftir fyrsta dag umsaminnar leigu, áskiljum við okkur rétt til að leigja básinn aftur.

Óheimilt er að setja einhvers konar festingar á básinn.

Ef vörur eru settar fyrir utan básinn, verða þær fjarlægðar án viðvörunar.

Innifalið í leiguverði eru herðatré og stærðarperlur.

Í lok leigutímabils 

Básaleigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn þegar leigutímabili lýkur nema samið sé um annað fyrirfram.

Þegar básaleigu lýkur skal leigjandi vera búinn að taka niður básinn ekki seinna en 5 mín eftir lokun á síðasta degi leigu. Ekki seinna en klukkan 16:05 á sunnudegi.

Ef leigjandi sér ekki fram á að komast bjóðum við upp á þjónustu við að taka bás niður gegn gjaldi.

MIKILVÆGT er að sýna skilríki áður en bás er tekinn niður!

Ef básinn er ekki tæmdur á tilteknum tíma við lok leigutímabils og ekkert samkomulag verið gert í sambandi við niðurtekt á bás tökum við niður básinn og rukkum fyrir það afgreiðslugjald, 3000 kr.

Fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur er rukkað aukalega um 1000 kr. Hafi vörurnar þínar verið í geymslu hjá okkur í eina viku og við ekkert heyrt frá þér, áskilur Fjarðabásar sér rétt til þess að fara með vörurnar þínar í fatagáma Rauða krossins.

Hafi verðmiði dottið af vöru og við finnum hana ekki í kerfinu okkar eða ef vara hefur orðið eftir í verslun eftir að leigutíma lýkur, fara þær í óskilamunapláss og er hægt að vitja þeirra þar. Við getum ekki geymt vöru sem hefur gleymst/glatast lengur en í 14 daga. Eftir 14 daga teljast vörurnar eign Fjarðabása.

Vöruskilmálar og eignaréttur

Seljandi er ábyrgur fyrir því að hafa eignarétt á sínum vörum og rétt til þess að selja þær í básnum.

Í Fjarðabásum viljum við ekki hafa vörur sem eru illa lyktandi, skítugar, götóttar, brotnar eða ónýtar.

Óheimilt er að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, t.d. tóbak, áfengi, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi.

Markaðssetning í sölubás er ekki leyfð eins og t.d. í formi nafnspjalda eða annarra auglýsinga.

Vörur verða fjarlægður úr básnum án fyrirvara verði þessum reglum ekki fylgt.

Vakin er athygli á því að vörum sem keyptar eru í Fjarðabásum fást ekki skipt né skilað. Varan er keypt í því ástandi sem hún er og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.

Persónuvernd

Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra gagna sem okkur er treyst fyrir og við skiljum og virðum mikilvægi einkalífs á netinu. Við munum ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé til að framkvæma ákveðin viðskipti.

Fjarðabásar mun ekki selja nafn viðskiptavina sinna, netfang, kreditkortaupplýsingar eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykkis viðskiptavins.

Leigan

Skilmálar

Skilmálar

Hægt er að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum eða í gegnum netfangið fjardabasar@gmail.com.

Þetta eru almennu skilmálarnir okkar varðandi leigu á vöru. Þú getur lesið þér til um sérstaka skilmála og lágmarksleigutíma hverrar vöru á síðunni. Með því að samþykkja þessa skilmála ertu að staðfesta að þú hafir kynnt þér skilmála hverrar vöru fyrir sig.

Greiðslur/áskrift

Með því að samþykkja þessa skilmála ertu að samþykkja að greiða mánaðarlega upphæð fyrir þær vörur sem þú leigir. Í pöntunarferlinu velur þú hversu lengi þú vilt leigja vöruna, með því að samþykkja þessa skilmála ertu að staðfesta að þú hafir yfirfarið pöntunina þína. Athugaðu að þú ert að skuldbinda þig til að leigja vörurnar í þann tíma sem þú valdir eða greiða uppgreiðslugjald ef þú vilt skila fyrr.

Skilaréttur

Ef það er óánæja með vöru frá okkur hefur þú samband og við reynum að finna út úr því saman. Almenna reglan er sú að greiða þarf helming leigutímans sem eftir er ef segja á upp samningi áður en honum líkur.

Leiguverð er ekki endurgreitt nema varan sé gölluð. Við hvetjum þig þó að hafa samband ef vara stenst ekki væntingar og við reynum okkar besta til að koma til móts við þig og finna lausn í sameiningu. Sendingargjald er ekki endugreitt nema um galla sé að ræða.

Afgreiðsla á vöru

Við ákveðum tímasetningu í sameiningu. Gert er ráð fyrir því að vörum sé skilað hreinum og þrifnum og í þeim umbúðum sem þær komu í.

Meðferð á vörum og ábyrgð leiganda

Við leggjum okkur fram um að tryggja fyllsta hreinlæti og öryggi á vörum sem eru í leigu hjá okkur og á móti biðjum við leigjendur um að fara vel með vörur sem þau taka í leigu.

Netverslun

Skilmálar

Verð

Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með korti með því að nota mypos greiðslulink, það er einnig hægt að millifæra eða Aura.

Trúnaður

Við heitum kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.